Kosningarnar breyta litlu 25. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira