Írak leikur á reiðiskjálfi 29. janúar 2005 00:01 Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira