Erlent

100 þúsund hermenn í Írak til 2007

Bandaríkjamenn þurfa líklega að halda úti að minnsta kosti eitt hundrað þúsund hermönnum í Írak allt til ársloka ársins 2006. Þetta segja háttsettir embættismenn innan raða bandaríkjahers að sögn tímaritsins Time. Ástæðan mun vera sú að uppreisnarmönnum hafi vaxið svo fiskur um hrygg að langan tíma muni taka að þjálfa upp nægan herafla heimamanna til þess að óhætt sé að Bandaríkjamenn hverfi á braut. Talið er að uppreisnarmönnum í Írak hafi fjölgað fjórfalt á undanförnum þrettán mánuðum. Bandaríkjamenn telja ekki óhætt að hverfa burt frá Írak fyrr en tekist hefur að þjálfa ríflega 270 þúsund þjóðvarðliða. Sem stendur hafa tæplega 127 þúsund hlotið tilhlýðilega þjálfun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×