Hershöfðingi Saddams handtekinn

Öryggissveitir í Írak hafa handsamað fyrrverandi hershöfðingja úr her Saddams Husseins sem sakaður er um að hafa fjármagnað starfsemi hryðjuverkamanna undanfarið. Hershöfðinginn var tekinn fastur í lok desember en ekki var tilkynnt um handtökuna fyrr en í gær. Engar skýringar hafa verið gefnar á því af hverju hún var ekki tilkynnt fyrr.