Taka við eftir 18 mánuði

Innanríkisráðherrann í bráðabirgðastjórn Íraks sagði í dag að hann telji að Írakar verði færir um að sjá um eigin öryggismál eftir eitt og hálft ár. Fala Al-Nakíb lét þessi orð falla á öryggisráðsternu sem nú stendur yfir í Sádi-Arabíu. Á ráðstefnunni er einkum fjallað um innra öryggi og baráttu við hryðjuverkamenn.