Fimmtíu milljónir í hreinan óþarfa 2. mars 2005 00:01 Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira