Erlent

Írakar taka við stjórn öryggismála

Þjóðvarðlið Íraka hefur tekið við stjórn öryggismála í tíu af hættulegustu hverfum höfuðborgarinnar Bagdad. Bandaríska dagblaðið Chicago Tribune greinir frá því að síðan kosningunum í Írak lauk hafi Bandaríkjaher smátt og smátt fært völdin á þessum stöðum í hendur Íraka. Yfirmenn Bandaríkjahers líta á þessar aðgerðir sem prófstein á það hvort óhætt sé að hverfa með bandarískan herafla að öllu leyti burt frá Bagdad. Stefnt er að því að yfirráð öryggismála í Bagdad verði að öllu leyti í höndum Íraka áður en árið er á enda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×