Ráðherra vill breyta samningi 13. mars 2005 00:01 "Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
"Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira