Byrjað á göngum eftir 18 mánuði 19. mars 2005 00:01 Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast eftir eitt og hálft ár. Þessi tíðindi færir samgönguráðherra Siglfirðingum á fundi sem hann boðar til um samgöngumál á Siglufirði í dag. Þetta eru í raun engar nýjar fréttir og í samræmi við yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf sumarið 2003 eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni fyrir að fresta framkvæmdunum. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003. Skömmu eftir kosningarnar var verkinu hins vegar slegið á frest um tvö ár og borið við yfirvofandi þensluástandi. Til að slá á reiði Siglfirðinga, sem þá braust út, lýsti rikisstjórnin því yfir í júlímánuði 2003 að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út haustið 2005 og verkið hafið haustið 2006. Jafnframt bauð ríkisstjórnin að verktími yrði styttur þannig að göngin yrðu tilbúin árið 2009. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verður þetta kjarninn í þeim skilaboðum sem Sturla Böðvarsson færir fundarmönnum í Bátahúsinu á Siglufirði en þar hefst fundurinn klukkan tvö í dag. Með ráðherranum verða Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson, helsti jarðgangasérfræðingur Vegagerðarinnar. Göngin sem tengja eiga Siglufjörð og Ólafsfjörð um Héðinsfjörð verða í tvennu lagi og saman verða þau lengstu veggöng hérlendis og verkefnið í heild ein stærsta framkvæmd sem ríkið hefur lagt í. Þegar tilboð í verkið voru opnuð vorið 2003 reyndist lægsta boð vera upp á liðlega sex milljarða króna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast eftir eitt og hálft ár. Þessi tíðindi færir samgönguráðherra Siglfirðingum á fundi sem hann boðar til um samgöngumál á Siglufirði í dag. Þetta eru í raun engar nýjar fréttir og í samræmi við yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf sumarið 2003 eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni fyrir að fresta framkvæmdunum. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003. Skömmu eftir kosningarnar var verkinu hins vegar slegið á frest um tvö ár og borið við yfirvofandi þensluástandi. Til að slá á reiði Siglfirðinga, sem þá braust út, lýsti rikisstjórnin því yfir í júlímánuði 2003 að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út haustið 2005 og verkið hafið haustið 2006. Jafnframt bauð ríkisstjórnin að verktími yrði styttur þannig að göngin yrðu tilbúin árið 2009. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verður þetta kjarninn í þeim skilaboðum sem Sturla Böðvarsson færir fundarmönnum í Bátahúsinu á Siglufirði en þar hefst fundurinn klukkan tvö í dag. Með ráðherranum verða Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson, helsti jarðgangasérfræðingur Vegagerðarinnar. Göngin sem tengja eiga Siglufjörð og Ólafsfjörð um Héðinsfjörð verða í tvennu lagi og saman verða þau lengstu veggöng hérlendis og verkefnið í heild ein stærsta framkvæmd sem ríkið hefur lagt í. Þegar tilboð í verkið voru opnuð vorið 2003 reyndist lægsta boð vera upp á liðlega sex milljarða króna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira