Refsing þyngd í Skeljungsráninu 21. mars 2005 00:01 Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði. Maðurinn þarf að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Maðurinn var fundinn sekur fyrir héraðsdómi um að hafa árið 1995 við annan mann ráðist á og rænt tvo starfsmenn olíufélagsins Skeljungs sem voru á leið í banka að leggja inn fjármuni í eigu fyrirtækisins. Mennirnir flýðu í bíl þriðja mannsins með tæplega sex milljóna króna ránsfeng. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök þrátt fyrir að hafa tvívegis áður játað sök við yfirheyrslur lögreglu. Sagðist hann hafa gefið skýrslu í bæði skiptin af ótta við varðhald en dómurinn tók skýringar mannsins ekki gildar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert sem fram hefði komið rýrði sönnunargildi játningar mannsins nema síður væri og bætti þess vegna sex mánuðum við tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms. Þótti sannað fyrir Hæstarétti eins og í héraði að glæpur mannsins hefði verið þaulskipulagður og ránið að öllu leyti ófyrirleitið auk þess sem gjörningsmennirnir hefðu beitt annað fórnarlambið ofbeldi. Átti maðurinn sér því engar málsbætur að mati Hæstaréttar enda áður hlotið fjórum sinnum dóma vegna fíkniefnabrota og var dómurinn því þyngdur um sex mánuði. Enn fremur var manninum gert að greiða kröfu Sjóvár-Almennra um skaðabætur að upphæð tæplega sex milljónir króna. Hæstiréttur gerði athugasemdir við að felldur var niður stór hluti málsgagna án samráðs við verjendur mannsins enda slíkt andstætt lögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði. Maðurinn þarf að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Maðurinn var fundinn sekur fyrir héraðsdómi um að hafa árið 1995 við annan mann ráðist á og rænt tvo starfsmenn olíufélagsins Skeljungs sem voru á leið í banka að leggja inn fjármuni í eigu fyrirtækisins. Mennirnir flýðu í bíl þriðja mannsins með tæplega sex milljóna króna ránsfeng. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök þrátt fyrir að hafa tvívegis áður játað sök við yfirheyrslur lögreglu. Sagðist hann hafa gefið skýrslu í bæði skiptin af ótta við varðhald en dómurinn tók skýringar mannsins ekki gildar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert sem fram hefði komið rýrði sönnunargildi játningar mannsins nema síður væri og bætti þess vegna sex mánuðum við tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms. Þótti sannað fyrir Hæstarétti eins og í héraði að glæpur mannsins hefði verið þaulskipulagður og ránið að öllu leyti ófyrirleitið auk þess sem gjörningsmennirnir hefðu beitt annað fórnarlambið ofbeldi. Átti maðurinn sér því engar málsbætur að mati Hæstaréttar enda áður hlotið fjórum sinnum dóma vegna fíkniefnabrota og var dómurinn því þyngdur um sex mánuði. Enn fremur var manninum gert að greiða kröfu Sjóvár-Almennra um skaðabætur að upphæð tæplega sex milljónir króna. Hæstiréttur gerði athugasemdir við að felldur var niður stór hluti málsgagna án samráðs við verjendur mannsins enda slíkt andstætt lögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira