60 deyja daglega 27. apríl 2005 00:01 Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Tuttugu og fimm mánuðir eru liðnir frá innrásinni í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli og enn hefur ekki tekist að kveða niður uppreisnarmenn í landinu. Í hverri viku gera þeir og hryðjuverkamenn í Írak um fjögur hundruð árásir á hersetuliðið, lögreglu og óbreytta borgara. Í helmingi árásanna týnir fólk lífi, um sextíu á dag. Fjöldi árásanna þykir sýna best styrk uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak og hversu illa hersetuliðinu, og upp á síðkastið, írökskum sveitum gengur að berjast við þá. Meyers, yfirmaður bandaríska heraflans í landinu, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru þó alls ekki á því í gær, heldur sögðu ástæðuna þá að hersetuliðið einbeitti sér að því að þjálfa írakskar sveitir í stað þess að berjast við óróaseggi. Engu að síður er bent á að þrátt fyrir aðgerðir um hundrað og fjörutíu þúsunda bandarískra hermanna og álíka margra írakskra hermanna, sjái ekki högg á vatni: árásir nú séu jafnmargar og fyrir ári síðan þegar ástandið var sem verst. Nú er því ekki síst kennt um að ekkert gengur við myndun ríkisstjórnar í Írak. Kosningarnar í janúar áttu að vera fyrsta stóra skrefið í átt að stöðugleika og efnahagslegri endurreisn en við tók pólitískt þref sem stendur enn. Undanfarna daga hefur verið beðið fregna af skipan stjórnar en tilkynningu um hana er frestað æ ofan í æ. Á meðan eru Írakar sjálfir ekki í stakk búnir til að taka á óöldinni og því fátt sem bendir til stórtækra breytinga á næstunni. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Tuttugu og fimm mánuðir eru liðnir frá innrásinni í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli og enn hefur ekki tekist að kveða niður uppreisnarmenn í landinu. Í hverri viku gera þeir og hryðjuverkamenn í Írak um fjögur hundruð árásir á hersetuliðið, lögreglu og óbreytta borgara. Í helmingi árásanna týnir fólk lífi, um sextíu á dag. Fjöldi árásanna þykir sýna best styrk uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak og hversu illa hersetuliðinu, og upp á síðkastið, írökskum sveitum gengur að berjast við þá. Meyers, yfirmaður bandaríska heraflans í landinu, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru þó alls ekki á því í gær, heldur sögðu ástæðuna þá að hersetuliðið einbeitti sér að því að þjálfa írakskar sveitir í stað þess að berjast við óróaseggi. Engu að síður er bent á að þrátt fyrir aðgerðir um hundrað og fjörutíu þúsunda bandarískra hermanna og álíka margra írakskra hermanna, sjái ekki högg á vatni: árásir nú séu jafnmargar og fyrir ári síðan þegar ástandið var sem verst. Nú er því ekki síst kennt um að ekkert gengur við myndun ríkisstjórnar í Írak. Kosningarnar í janúar áttu að vera fyrsta stóra skrefið í átt að stöðugleika og efnahagslegri endurreisn en við tók pólitískt þref sem stendur enn. Undanfarna daga hefur verið beðið fregna af skipan stjórnar en tilkynningu um hana er frestað æ ofan í æ. Á meðan eru Írakar sjálfir ekki í stakk búnir til að taka á óöldinni og því fátt sem bendir til stórtækra breytinga á næstunni.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira