Mikill jarðgangaáhugi á þingi 4. maí 2005 00:01 Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira