San Antonio 1 - Seattle 0 9. maí 2005 00:01 San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér. Spurs voru grimmir strax í byrjun leiks og Tony Parker skoraði þrjár fyrstu körfur liðsins með gegnumbrotum og þannig skoraði liðið flest sín stig í fyrsta fjórðungnum. Forysta Spurs var þegar orðin þægileg í öðrum leikhluta, þegar þeir Ray Allen og Vladimir Radmanovic sneru báðir á sér ökklann með tveggja mínútna millibili og gátu ekki komið meira við sögu í leiknum. San Antonio náði fljótlega eftir þessa blóðtöku í liði gestanna, yfir 30 stiga forskoti og litu aldrei til baka eftir það. Hinir meiddu leikmenn Seattle fóru báðir í myndatöku eftir leikinn og eru ekki alvarlega meiddir, en það mun taka þá nokkra daga að jafna sig og því er lið Seattle komið í mjög erfiða stöðu í einvígi, sem fyrirfram var álitið þeim erfitt. "Það er okkur mikið áfall að missa Ray Allen, en ég mun gera mitt besta til að fylla í skarð hans eins og aðrir í liðinu," sagði Jerome James hjá Seattle. "Það að missa Allen er þeim mikil blóðtaka, líkt og ef við myndum missa Tim Duncan," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, "Hann er þeim gríðarlega mikilvægur." Robert Horry hjá San Antonio lék sinn 181. leik í úrslitakeppni á ferlinum í gær og komst í níunda sæti yfir leikjahæstu menn í úrslitakeppni frá upphafi. Nick Collison hjá Seattle skoraði þriggja stiga körfu frá vítalínunni á sínum vallarhelmingi þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tony Parker 29 stig, Tim Duncan 22 stig (9 frák, 5 stoðs), Glenn Robinson 16 stig (5 frák), Brent Barry 11 stig, Manu Ginobili 10 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Seattle:Rashard Lewis 19 stig, Antonio Daniels 15 stig, Nick Collison 9 stig (7 frák), Ray Allen 8 stig, Luke Ridnour 8 stig, Ronald Murray 6 stig. NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér. Spurs voru grimmir strax í byrjun leiks og Tony Parker skoraði þrjár fyrstu körfur liðsins með gegnumbrotum og þannig skoraði liðið flest sín stig í fyrsta fjórðungnum. Forysta Spurs var þegar orðin þægileg í öðrum leikhluta, þegar þeir Ray Allen og Vladimir Radmanovic sneru báðir á sér ökklann með tveggja mínútna millibili og gátu ekki komið meira við sögu í leiknum. San Antonio náði fljótlega eftir þessa blóðtöku í liði gestanna, yfir 30 stiga forskoti og litu aldrei til baka eftir það. Hinir meiddu leikmenn Seattle fóru báðir í myndatöku eftir leikinn og eru ekki alvarlega meiddir, en það mun taka þá nokkra daga að jafna sig og því er lið Seattle komið í mjög erfiða stöðu í einvígi, sem fyrirfram var álitið þeim erfitt. "Það er okkur mikið áfall að missa Ray Allen, en ég mun gera mitt besta til að fylla í skarð hans eins og aðrir í liðinu," sagði Jerome James hjá Seattle. "Það að missa Allen er þeim mikil blóðtaka, líkt og ef við myndum missa Tim Duncan," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, "Hann er þeim gríðarlega mikilvægur." Robert Horry hjá San Antonio lék sinn 181. leik í úrslitakeppni á ferlinum í gær og komst í níunda sæti yfir leikjahæstu menn í úrslitakeppni frá upphafi. Nick Collison hjá Seattle skoraði þriggja stiga körfu frá vítalínunni á sínum vallarhelmingi þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tony Parker 29 stig, Tim Duncan 22 stig (9 frák, 5 stoðs), Glenn Robinson 16 stig (5 frák), Brent Barry 11 stig, Manu Ginobili 10 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Seattle:Rashard Lewis 19 stig, Antonio Daniels 15 stig, Nick Collison 9 stig (7 frák), Ray Allen 8 stig, Luke Ridnour 8 stig, Ronald Murray 6 stig.
NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira