Húsavík sé eðlilegur fyrsti kostur 18. maí 2005 00:01 Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. Innbyrðist sundrung Norðlendinga um staðarval er talið geta komið í veg fyrir að álver rísi þar yfir höfuð. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri í gær lýsti bauð bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson það óvænt fram að Húsavík yrði fyrsti kostur. Hann segir að það hafi legið fyrir í langan tíma að Þingeyingar og Eyfirðingar hafi ekki náð saman um þessi mál og þá sé framgangur verkefnisins á svæðinu í algjörri pattstöðu. Einhverjar leiðir verði menn að finna til að losna úr henni til þess að halda samkeppnishæfni Norðurlands til jafns við aðra landshluta. Kristján segir grundvallaratriði að heimamenn og ekki síst sveitastjórnarmenn á svæðinu leiði strauma sína og krafta saman þannig að þeir geti unnið að sama markmiði og stóriðja rísi á Norðurlandi ef stjórnvöld ákveði að nýta þá heimild sem þau hafi til að losa mengunarkvóta samkvæmt Kyoto-samkomulaginu til þess verkefnis. Valgerður Sverrisdóttir iðanaðarráðherra segist meta yfirlýsingu Kristjáns Þórs mikils og hún skilji hana þannig að bæjarstjórinn vilji reyna að ná meiri samstöðu á Norðurlandi um þessi mál, en um það hafi hún rætt. Vitað sé að það sé mikil orka í Þingeyjarsýslu og það sé því ekki óeðlilegt að horft sé á það fyrst hvort hægt sé að nýta orkuna nálægt upptökum hennar. Hún segir að þótt staða Þingeyjarsýslu sé sterk hafi Húsavík einnig veikleika, ekki síst jarðskjálftahættu. Álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík eru einnig til umræðu. Er raunhæft að þessar framkvæmdir fari allar af stað á næstu árum? Valgerður telur að ræða þurfi hvort það sé í raun svigrúm til að byggja hvort tveggja. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum gagnrýna Valgerði harðlega í dag fyrir að draga taum Norðlendinga. Valgerður segir að það sé löngu opinbert mál að stjórnvöld vinni að stóriðjumálum á Norðurlandi en unnið hafi verið að öðrum málum á Suðurnesjum. Ekki verði hætt við á Norðurlandi þegar búið sé að setja milljónatugi í rannsóknir þar þó að skrifað sé undir viljayfirlýsingu á Suðurnesjum. Því fer fjarri að sátt ríki um framhald stóriðjuuppbyggingar. Þingflokkur Vinstri - grænna ályktaði í morgun að frekari stóriðjuviðræðum yrði slegið á frest fram yfir næstu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir að flokkurinn telji löngu tímabært að þjóðin fái að láta sitt álit í ljós og það geti hún gert í síðasta lagi í alþingiskosningum 2007 að því tilskildu ekki hafi verið teknar óafturhverfar ákvarðanir fyrr. Það sé lágmarkskrafa að menn láti nú staðar numið og taki ekki frekari bindandi ákvarðanir um áframhald á þeirri orkuútsölustefnu sem sé við lýði fyrr en að afloknum kosningum 2007, með nýju umboði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. Innbyrðist sundrung Norðlendinga um staðarval er talið geta komið í veg fyrir að álver rísi þar yfir höfuð. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri í gær lýsti bauð bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson það óvænt fram að Húsavík yrði fyrsti kostur. Hann segir að það hafi legið fyrir í langan tíma að Þingeyingar og Eyfirðingar hafi ekki náð saman um þessi mál og þá sé framgangur verkefnisins á svæðinu í algjörri pattstöðu. Einhverjar leiðir verði menn að finna til að losna úr henni til þess að halda samkeppnishæfni Norðurlands til jafns við aðra landshluta. Kristján segir grundvallaratriði að heimamenn og ekki síst sveitastjórnarmenn á svæðinu leiði strauma sína og krafta saman þannig að þeir geti unnið að sama markmiði og stóriðja rísi á Norðurlandi ef stjórnvöld ákveði að nýta þá heimild sem þau hafi til að losa mengunarkvóta samkvæmt Kyoto-samkomulaginu til þess verkefnis. Valgerður Sverrisdóttir iðanaðarráðherra segist meta yfirlýsingu Kristjáns Þórs mikils og hún skilji hana þannig að bæjarstjórinn vilji reyna að ná meiri samstöðu á Norðurlandi um þessi mál, en um það hafi hún rætt. Vitað sé að það sé mikil orka í Þingeyjarsýslu og það sé því ekki óeðlilegt að horft sé á það fyrst hvort hægt sé að nýta orkuna nálægt upptökum hennar. Hún segir að þótt staða Þingeyjarsýslu sé sterk hafi Húsavík einnig veikleika, ekki síst jarðskjálftahættu. Álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík eru einnig til umræðu. Er raunhæft að þessar framkvæmdir fari allar af stað á næstu árum? Valgerður telur að ræða þurfi hvort það sé í raun svigrúm til að byggja hvort tveggja. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum gagnrýna Valgerði harðlega í dag fyrir að draga taum Norðlendinga. Valgerður segir að það sé löngu opinbert mál að stjórnvöld vinni að stóriðjumálum á Norðurlandi en unnið hafi verið að öðrum málum á Suðurnesjum. Ekki verði hætt við á Norðurlandi þegar búið sé að setja milljónatugi í rannsóknir þar þó að skrifað sé undir viljayfirlýsingu á Suðurnesjum. Því fer fjarri að sátt ríki um framhald stóriðjuuppbyggingar. Þingflokkur Vinstri - grænna ályktaði í morgun að frekari stóriðjuviðræðum yrði slegið á frest fram yfir næstu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir að flokkurinn telji löngu tímabært að þjóðin fái að láta sitt álit í ljós og það geti hún gert í síðasta lagi í alþingiskosningum 2007 að því tilskildu ekki hafi verið teknar óafturhverfar ákvarðanir fyrr. Það sé lágmarkskrafa að menn láti nú staðar numið og taki ekki frekari bindandi ákvarðanir um áframhald á þeirri orkuútsölustefnu sem sé við lýði fyrr en að afloknum kosningum 2007, með nýju umboði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira