Erlent

Níu látist undanfarinn sólarhring

Þrír bandarískir hermenn létu lífið er bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær og hafa því níu hermenn látist á undanförnum sólarhring. Hermaðurinn lést þegar skotið var á hann úr bifreið á ferð og annar er skotið var á hann úr launsátri. Þá létust fjórir hermenn lífið í sprengingu í landinu í gær á fjölfarinni götu. Rúmlega sextán hundruð bandarískir hermenn hafa nú fallið í Írak frá innrás Bandaríkjahers í landið árið 2003 samkvæmt upplýsingum bandarískra hermálayfirvalda. Lítur allt út fyrir að sú tala muni halda áfram að hækka á næstu vikum og mánuðum og gengur yfirvöldum, bæði írökskum og bandarískum, illa að ná friði og ró í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×