Erlent

20 létust í árás á veitingahús

Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og margir særðust í sprengjuárás á veitingahús í Bagdad í dag. Fimm lögreglumenn og nokkrir öryggisverðir voru meðal þeirra sem féllu þegar maður kom inn í veitingahúsið og sprengdi sjálfan sig í loft upp.  Mikil öryggisgæsla er á þessum slóðum í Bagdad en þetta tilræði sýnir enn og aftur að það er nánast ógerlegt að stöðva mann sem er reiðubúinn að drepa sjálfan sig til þess að drepa aðra. Meðan þetta gerðist eru bandarískir og írakskir hermenn enn í mikilli sókn í grennd við landamærin að Sýrlandi. Þeir hafa fellt tugi uppreisnarmanna og handtekið tugi til viðbótar. Breskar og bandarískar orrustuþotur styðja hermennina og hafa varpað sprengjur á mörg víghreiður uppreisnarmanna. En eins og sést á árásinni í Bagdad er þetta uppreisn sem ekki er auðvelt að kveða niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×