Sjónarvottar segja fleiri látna 7. júlí 2005 00:01 Röð sprenginga varð í London í morgun og segir breska útvarpið, BBC, að árás hafi verið gerð á borgina. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Ljóst er að árásunum var beint að almenningssamgöngukerfi borgarinnar, sem löngum hefur verið talinn einn veikast hlekkurinn í öryggiskeðjunni þar. Hryðjuverkasérfræðingur sem Sky ræddi við sagði ummerkin bera þess vott að einn hópur hefði skipulagt árásirnar þar sem sprengjurnar sprungu í röð. Staðfest hefur verið að sprengingar urðu á lestarstöðvunum Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Sprengingarnar urðu í röð á háannatíma í morgun og streymdi fólk út úr neðanjarðarstöðvum, blóðugt og illa leikið á köflum. Við Aldgate-stöðina segja læknar að níutíu manns hafi hlotið aðhlynningu. Þar varð fyrsta sprengingin rétt fyrir klukkan níu á staðartíma. Fregnir af sprengingunum eru enn nokkuð óljósar, ekki síst þar sem að lögregluyfirvöld vildu í fyrstu ekkert segja um hvað hefði gerst. Jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Nú segir lögreglustjórinn í London hins vegar að hann hafi af því töluverðar áhyggjur að árásirnar hafi verið samhæfðar. Tony Blair er á fundi G-8 ríkjanna í Gleneagles í Skotlandi og hugðust nú skömmu fyrir fréttir ekki snúa aftur til London heldur fylgjast með í Gleneagles. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Röð sprenginga varð í London í morgun og segir breska útvarpið, BBC, að árás hafi verið gerð á borgina. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Ljóst er að árásunum var beint að almenningssamgöngukerfi borgarinnar, sem löngum hefur verið talinn einn veikast hlekkurinn í öryggiskeðjunni þar. Hryðjuverkasérfræðingur sem Sky ræddi við sagði ummerkin bera þess vott að einn hópur hefði skipulagt árásirnar þar sem sprengjurnar sprungu í röð. Staðfest hefur verið að sprengingar urðu á lestarstöðvunum Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Sprengingarnar urðu í röð á háannatíma í morgun og streymdi fólk út úr neðanjarðarstöðvum, blóðugt og illa leikið á köflum. Við Aldgate-stöðina segja læknar að níutíu manns hafi hlotið aðhlynningu. Þar varð fyrsta sprengingin rétt fyrir klukkan níu á staðartíma. Fregnir af sprengingunum eru enn nokkuð óljósar, ekki síst þar sem að lögregluyfirvöld vildu í fyrstu ekkert segja um hvað hefði gerst. Jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Nú segir lögreglustjórinn í London hins vegar að hann hafi af því töluverðar áhyggjur að árásirnar hafi verið samhæfðar. Tony Blair er á fundi G-8 ríkjanna í Gleneagles í Skotlandi og hugðust nú skömmu fyrir fréttir ekki snúa aftur til London heldur fylgjast með í Gleneagles.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira