Atburðarás dagsins 7. júlí 2005 00:01 Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira