Lífið í Lundúnum heldur áfram 8. júlí 2005 00:01 Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður, er í London og hún segir ótrúlegt að meiri háttar hryðjuverkaárás hafi verið gerð í borgina í gær því lítil ummerki eru sýnileg. Hún segir að það sé í við rólegra í borginni en á hefðbundnum föstudegi og ekki að sjá að borgin sé í helgreipum óttans. Lundúnabúar virðast ekki ætla að láta sigra sig svo auðveldlega. Þeir sneru margir hverjir aftur til vinnu í dag staðráðnir í að láta hryðjuverkamenn ekki kveða sig í kútinn. Strætisvagn númer 30 sem var sprengdur í loft upp í gær er aftur kominn í umferð og nú fullur af farþegum. Strætisvagnafarþegi segir að breska þjóðin muni halda áfram og gera það sem hún þurfi að gera. Brynhildur segir að engu sé líkara en eitthvað liggi í loftinu og að fólk sé á varðbergi. Umferð er að mestu komin í lag en þó eru sumar lestarstvöðvar eru enn lokaðar og lögregla fylgist með þeim og öryggisverðir sýnilegri en áður. Lögreglan er litlu nær um það hvers konar sprengjur voru sprengdar í gær og sögusagnir eru um að sjálfsmorðsárás hafi verið í strætisvagninum en yfirvöld vilja lítið segja. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan að erfitt væri að gefa rétta mynd af tölu látinna. Lögreglan segir það vera vegna þess að vettvangsrannsóknir séu erfiðar og að erfitt sé að finna lík í lestargöngunum. Lögregla og yfirvöld leggja nú mikla áherslu á að finna hryðjuverkamennina sem skipulögðu og frömdu hreyðjuverkin. Sérstök vakt er nú við hafnir og flugvelli og myndir úr öryggismyndavélum verða greinar en það getur tekið tíma því London er líklega mest vaktaða borg veraldar. Yfir fjórar milljónir öryggismyndavéla eru staðsettar í borginni og sá fjöldi gefur vonir um að ódæðismennirnir hafi náðst á mynd. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður, er í London og hún segir ótrúlegt að meiri háttar hryðjuverkaárás hafi verið gerð í borgina í gær því lítil ummerki eru sýnileg. Hún segir að það sé í við rólegra í borginni en á hefðbundnum föstudegi og ekki að sjá að borgin sé í helgreipum óttans. Lundúnabúar virðast ekki ætla að láta sigra sig svo auðveldlega. Þeir sneru margir hverjir aftur til vinnu í dag staðráðnir í að láta hryðjuverkamenn ekki kveða sig í kútinn. Strætisvagn númer 30 sem var sprengdur í loft upp í gær er aftur kominn í umferð og nú fullur af farþegum. Strætisvagnafarþegi segir að breska þjóðin muni halda áfram og gera það sem hún þurfi að gera. Brynhildur segir að engu sé líkara en eitthvað liggi í loftinu og að fólk sé á varðbergi. Umferð er að mestu komin í lag en þó eru sumar lestarstvöðvar eru enn lokaðar og lögregla fylgist með þeim og öryggisverðir sýnilegri en áður. Lögreglan er litlu nær um það hvers konar sprengjur voru sprengdar í gær og sögusagnir eru um að sjálfsmorðsárás hafi verið í strætisvagninum en yfirvöld vilja lítið segja. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan að erfitt væri að gefa rétta mynd af tölu látinna. Lögreglan segir það vera vegna þess að vettvangsrannsóknir séu erfiðar og að erfitt sé að finna lík í lestargöngunum. Lögregla og yfirvöld leggja nú mikla áherslu á að finna hryðjuverkamennina sem skipulögðu og frömdu hreyðjuverkin. Sérstök vakt er nú við hafnir og flugvelli og myndir úr öryggismyndavélum verða greinar en það getur tekið tíma því London er líklega mest vaktaða borg veraldar. Yfir fjórar milljónir öryggismyndavéla eru staðsettar í borginni og sá fjöldi gefur vonir um að ódæðismennirnir hafi náðst á mynd.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira