Lífið heldur áfram í London 8. júlí 2005 00:01 Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira