Þögnin grúfir yfir torginu 8. júlí 2005 00:01 Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira