Árásirnar afar vel skipulagðar 9. júlí 2005 00:01 Óttast er að allt að 75 hafi týnt lífi í hryðjuverkunum London. Enn hefur ekki tekist að ná öllum líkum úr lestarvögnunum og á meðan leita grátandi ættingjar að þeim sem saknað er. Flest bendir til að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en þær voru gerðar nánast samtímis á þremur stöðum. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 var í London og hún segir rannsóknina á hryðjuverkunum eina þá viðamestu sem lögreglan í Lundúnum hefur staðið frammi fyrir. Í ljós er að koma að árasirnar vor afar vel skipulagðar. Á blaðamannfundi í dag voru sýndar myndir sem sanna að sprengjurnar þrjár sprungu svo til samtímis. Brian Paddick hjá Scotland Yard segir engan vara leika á öðru en að sprengjurnar hafi sprungið með fárra sekúndna millibili klukkan 8:50 um morguninn. Á þessum tíma er umferð um neðanjarðalestarkerfið hvað mest. Vegna þess er talið líklegt að sprengjurnar sem voru gerðar úr ódýru plastsprengiefni hafi verið settar í gang með tímarofa. Öðru máli gegnir um sprengjuna sem sprakk í Tavistock torgi, hún sprakk ekki fyrr en klukkutíma síðar og sjónarvottar hafa lýst grunsamlegum manni sem hljóp niður stiga strætisvagnsins um leið og sprengjan sprakk. Lögreglan hefur ekki útilokað að sú sprenging hafi verið sjálfmorðsárás. Rannsókn bendir þó til þess að sprengjan sjálf hafi verið í poka en ekki límd við likama mannsins. Það gengur erfiðlega að komast að lestarvögnunum til að rannsaka þá nánar, gríðarlegur hiti er í göngunum og óttast er að úr þeim hrynji. Eftir að ljóst var að enginn er enn á lífi hefur lögreglan ekki viljað hætta lífi sinna manna til að fara um lestargöngin fyrr en víst er að öllu sé óhætt. Lögregla hefur staðfest að lík og líkamsleifar liggja enn í einum lestarvagnanna. Ekki er vitað hversu margir þetta eru, en ættingjar þeirra sem enn er saknað og líka þeir sem vilja votta samúð og virðingu sínu fara á Kings Cross lestarstöðina og leggja þar blóm. Að öðru leyti er allt að komast í samt horf í Lundúnum og fólk virðist staðráðið í að láta ekki þessa atburði breyta háttalagi sínu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Óttast er að allt að 75 hafi týnt lífi í hryðjuverkunum London. Enn hefur ekki tekist að ná öllum líkum úr lestarvögnunum og á meðan leita grátandi ættingjar að þeim sem saknað er. Flest bendir til að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en þær voru gerðar nánast samtímis á þremur stöðum. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 var í London og hún segir rannsóknina á hryðjuverkunum eina þá viðamestu sem lögreglan í Lundúnum hefur staðið frammi fyrir. Í ljós er að koma að árasirnar vor afar vel skipulagðar. Á blaðamannfundi í dag voru sýndar myndir sem sanna að sprengjurnar þrjár sprungu svo til samtímis. Brian Paddick hjá Scotland Yard segir engan vara leika á öðru en að sprengjurnar hafi sprungið með fárra sekúndna millibili klukkan 8:50 um morguninn. Á þessum tíma er umferð um neðanjarðalestarkerfið hvað mest. Vegna þess er talið líklegt að sprengjurnar sem voru gerðar úr ódýru plastsprengiefni hafi verið settar í gang með tímarofa. Öðru máli gegnir um sprengjuna sem sprakk í Tavistock torgi, hún sprakk ekki fyrr en klukkutíma síðar og sjónarvottar hafa lýst grunsamlegum manni sem hljóp niður stiga strætisvagnsins um leið og sprengjan sprakk. Lögreglan hefur ekki útilokað að sú sprenging hafi verið sjálfmorðsárás. Rannsókn bendir þó til þess að sprengjan sjálf hafi verið í poka en ekki límd við likama mannsins. Það gengur erfiðlega að komast að lestarvögnunum til að rannsaka þá nánar, gríðarlegur hiti er í göngunum og óttast er að úr þeim hrynji. Eftir að ljóst var að enginn er enn á lífi hefur lögreglan ekki viljað hætta lífi sinna manna til að fara um lestargöngin fyrr en víst er að öllu sé óhætt. Lögregla hefur staðfest að lík og líkamsleifar liggja enn í einum lestarvagnanna. Ekki er vitað hversu margir þetta eru, en ættingjar þeirra sem enn er saknað og líka þeir sem vilja votta samúð og virðingu sínu fara á Kings Cross lestarstöðina og leggja þar blóm. Að öðru leyti er allt að komast í samt horf í Lundúnum og fólk virðist staðráðið í að láta ekki þessa atburði breyta háttalagi sínu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent