Þögn sló yfir Lundúnir 14. júlí 2005 00:01 Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira