Efnafræðingurinn handtekinn 15. júlí 2005 00:01 Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Að beiðni bresku lögreglunnar handtók lögreglan í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, Magdi Mahmoud al-Nashar, 33 ára gamlan doktorsnema í efnafræði við háskólann í Leeds, fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að búa til sprengjurnar sem notaðar voru við árásirnar í Lundúnum 7. júlí. Enn fremur er talið að al-Nashar hafi lánað hryðjuverkamönnunum íbúð sína til undirbúningsins en hann fór frá Bretlandi í júlíbyrjun. Egypskur embættismaður greindi frá því að al-Nashar hefði staðfastlega neitað öllum sakargiftum heldur sagst vera í fríi í föðurlandi sínu og áformaði að snúa aftur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að allar hans eigur væru enn í Leeds. Breska lögreglan hefur gert húsleit á heimili al-Nashar en ekki er vitað hverju hún hefur skilað. Fyrr í vikunni fundust sprengjur í húsi í Leeds sem búnar höfðu verið til úr efnum sem hægt er að kaupa í venjulegum lyfjabúðum. Þá greindi BBC frá því í gær að meintur meðlimur í al-Kaída hefði komið til Bretlands tveimur vikum fyrir árásirnar og yfirgefið síðan landið nokkrum klukkustundum eftir þær. Hann var ekki undir eftirliti lögreglu en yfirmaður Lundúnalögreglunnar sagði að engar vísbendingar væru enn um að maðurinn tengdist árásunum. Í gær héldu helstu múslimaleiðtogar Bretlands til Leeds þar sem þeir hittu fjölskyldu eins sjálfsmorðssprengjumannsins. Iqbal Sacranie, forseti Breska múslimaráðsins lýsti því yfir við það tækifæri að aðgerða væri að vænta frá ráðinu. "Að vissu leyti berum við öll ábyrgð á ódæðunum því við höfum gert of lítið til að sporna við hatursáróðri í samfélagi okkar." Enn einn farþeganna í strætisvagninum sem sprakk við Tavistock Square dó í gær. Þar með eru 55 látnir eftir árásirnar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Að beiðni bresku lögreglunnar handtók lögreglan í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, Magdi Mahmoud al-Nashar, 33 ára gamlan doktorsnema í efnafræði við háskólann í Leeds, fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að búa til sprengjurnar sem notaðar voru við árásirnar í Lundúnum 7. júlí. Enn fremur er talið að al-Nashar hafi lánað hryðjuverkamönnunum íbúð sína til undirbúningsins en hann fór frá Bretlandi í júlíbyrjun. Egypskur embættismaður greindi frá því að al-Nashar hefði staðfastlega neitað öllum sakargiftum heldur sagst vera í fríi í föðurlandi sínu og áformaði að snúa aftur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að allar hans eigur væru enn í Leeds. Breska lögreglan hefur gert húsleit á heimili al-Nashar en ekki er vitað hverju hún hefur skilað. Fyrr í vikunni fundust sprengjur í húsi í Leeds sem búnar höfðu verið til úr efnum sem hægt er að kaupa í venjulegum lyfjabúðum. Þá greindi BBC frá því í gær að meintur meðlimur í al-Kaída hefði komið til Bretlands tveimur vikum fyrir árásirnar og yfirgefið síðan landið nokkrum klukkustundum eftir þær. Hann var ekki undir eftirliti lögreglu en yfirmaður Lundúnalögreglunnar sagði að engar vísbendingar væru enn um að maðurinn tengdist árásunum. Í gær héldu helstu múslimaleiðtogar Bretlands til Leeds þar sem þeir hittu fjölskyldu eins sjálfsmorðssprengjumannsins. Iqbal Sacranie, forseti Breska múslimaráðsins lýsti því yfir við það tækifæri að aðgerða væri að vænta frá ráðinu. "Að vissu leyti berum við öll ábyrgð á ódæðunum því við höfum gert of lítið til að sporna við hatursáróðri í samfélagi okkar." Enn einn farþeganna í strætisvagninum sem sprakk við Tavistock Square dó í gær. Þar með eru 55 látnir eftir árásirnar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira