Ætluðu ekki að deyja sjálfir 17. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira