Ásakanir um andvaraleysi MI5 18. júlí 2005 00:01 Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. Liðsmenn MI5 eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að Mohammed Sidique Khan ógnaði ekki þjóðaröryggi og ákváðu að láta ekki fylgjast með honum. Leyniþjónustan beindi sjónum að Khan í tengslum við rannsókn á meintum áformum um að sprengja bílsprengju í Lundúnum. Þá var einnig sagt frá því að bandaríska leyniþjónustan hefði bent breskum bandamönnum sínum á að Germaine Lindsay, sem var fæddur á Jamaíku, væri á eftirlitslista yfir hugsanlega hryðjuverkamenn, en MI5 hafi ákveðið að láta ekki fylgjast með honum. Talsmaður innanríkisráðuneytisins, sem svarar fyrir MI5, neitaði að láta hafa neitt eftir sér um orðróm þess efnis að leyniþjónustan hefði látið hjá líða að nýta mikilvægar vísbendingar sem henni bárust. Né heldur vildu þeir tjá sig um þann orðróm að Breti af pakistönskum uppruna, grunaður um tengsl við al-Kaída, hefði komið til landsins tveimur til þremur vikum fyrir tilræðin í London, og farið úr landi daginn áður en þau voru framin. Komið hefur fram að þrír af sprengjumönnunum fjórum höfðu nýlega farið til Pakistans. Staðfest dauðsföll af völdum tilræðanna eru nú komin í 56. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. Liðsmenn MI5 eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að Mohammed Sidique Khan ógnaði ekki þjóðaröryggi og ákváðu að láta ekki fylgjast með honum. Leyniþjónustan beindi sjónum að Khan í tengslum við rannsókn á meintum áformum um að sprengja bílsprengju í Lundúnum. Þá var einnig sagt frá því að bandaríska leyniþjónustan hefði bent breskum bandamönnum sínum á að Germaine Lindsay, sem var fæddur á Jamaíku, væri á eftirlitslista yfir hugsanlega hryðjuverkamenn, en MI5 hafi ákveðið að láta ekki fylgjast með honum. Talsmaður innanríkisráðuneytisins, sem svarar fyrir MI5, neitaði að láta hafa neitt eftir sér um orðróm þess efnis að leyniþjónustan hefði látið hjá líða að nýta mikilvægar vísbendingar sem henni bárust. Né heldur vildu þeir tjá sig um þann orðróm að Breti af pakistönskum uppruna, grunaður um tengsl við al-Kaída, hefði komið til landsins tveimur til þremur vikum fyrir tilræðin í London, og farið úr landi daginn áður en þau voru framin. Komið hefur fram að þrír af sprengjumönnunum fjórum höfðu nýlega farið til Pakistans. Staðfest dauðsföll af völdum tilræðanna eru nú komin í 56.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira