Tengja árásir stríðsrekstri 19. júlí 2005 00:01 Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira