Sprengingar skelfa Lundúnabúa 13. október 2005 19:33 Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að mikið af sönnunargögnum hefðu fundist sem líkleg væru til að vísa lögreglunni á þá sem að tilræðunum stóðu. Sprengingarnar urðu nærri samtímis í þremur jarðlestum og einum strætisvagni, sú fyrsta klukkan 12:38 að staðartíma og hinar innan næsta hálftíma. Þeim svipaði þannig mjög til mannskæðu sjálfsmorðssprengjutilræðanna 7. júlí, nema hvað aflið í sprengingunum var að þessu sinni mun minna en þá. Eins og gefur að skilja voru Lundúnabúar slegnir en borgarlífið var þó fljótt að komast aftur í sinn vanagang. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, vildi ekki segja af eða á um það hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins strax í gær. En hann sagði augsýnilegt að tilgangur tilræðismannanna hefði verið að valda dauðsföllum. Hann sagði ennfremur að ekki væri ljóst hvort nokkur bein tengsl væru milli þessara nýjustu og 7. júlí-tilræðanna. Fólk sem var statt í jarðlestarstöðvunum þremur, Warren Street, Oval og Shepherd's Bush, flúði þaðan í skelfingu er sprengingarnar urðu. Lögregla girti stöðvarnar og nágrenni þeirra af og umferð stöðvaðist um þær þrjár jarðlestaleiðir sem lágu um þessar stöðvar. Sprengingin í strætisvagninum varð á Hackney Road í austurhluta borgarinnar, en hún þeytti rúðum úr honum. Vopnuð lögreglusveit stormaði inn í University College-sjúkrahúsið, sem er rétt við Warren Street-stöðina, skömmu eftir að særður maður var borinn þangað inn. Sky-fréttasjónvarpsstöðin sagði frá því að lögreglan leitaði manns í blárri skyrtu sem vírar hefðu sést standa út úr. Sérfræðingar í hryðjuverkamálum voru hikandi við að fullyrða að tengsl væru milli hryðjuverkanna nú og fyrir hálfum mánuði. Að sögn AP-fréttastofunnar segja sumir að hermikrákur gætu hafa verið að verki í gær, en aðrir að hópur tengdur þeim sem framdi fyrra hryðjuverkið bæri ábyrgð á þessu nýjasta. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að mikið af sönnunargögnum hefðu fundist sem líkleg væru til að vísa lögreglunni á þá sem að tilræðunum stóðu. Sprengingarnar urðu nærri samtímis í þremur jarðlestum og einum strætisvagni, sú fyrsta klukkan 12:38 að staðartíma og hinar innan næsta hálftíma. Þeim svipaði þannig mjög til mannskæðu sjálfsmorðssprengjutilræðanna 7. júlí, nema hvað aflið í sprengingunum var að þessu sinni mun minna en þá. Eins og gefur að skilja voru Lundúnabúar slegnir en borgarlífið var þó fljótt að komast aftur í sinn vanagang. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, vildi ekki segja af eða á um það hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins strax í gær. En hann sagði augsýnilegt að tilgangur tilræðismannanna hefði verið að valda dauðsföllum. Hann sagði ennfremur að ekki væri ljóst hvort nokkur bein tengsl væru milli þessara nýjustu og 7. júlí-tilræðanna. Fólk sem var statt í jarðlestarstöðvunum þremur, Warren Street, Oval og Shepherd's Bush, flúði þaðan í skelfingu er sprengingarnar urðu. Lögregla girti stöðvarnar og nágrenni þeirra af og umferð stöðvaðist um þær þrjár jarðlestaleiðir sem lágu um þessar stöðvar. Sprengingin í strætisvagninum varð á Hackney Road í austurhluta borgarinnar, en hún þeytti rúðum úr honum. Vopnuð lögreglusveit stormaði inn í University College-sjúkrahúsið, sem er rétt við Warren Street-stöðina, skömmu eftir að særður maður var borinn þangað inn. Sky-fréttasjónvarpsstöðin sagði frá því að lögreglan leitaði manns í blárri skyrtu sem vírar hefðu sést standa út úr. Sérfræðingar í hryðjuverkamálum voru hikandi við að fullyrða að tengsl væru milli hryðjuverkanna nú og fyrir hálfum mánuði. Að sögn AP-fréttastofunnar segja sumir að hermikrákur gætu hafa verið að verki í gær, en aðrir að hópur tengdur þeim sem framdi fyrra hryðjuverkið bæri ábyrgð á þessu nýjasta.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent