Skjóta til að drepa 22. júlí 2005 00:01 Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Sjónarvottar segja að skelfing hafi gripið um sig á Stockwell járnbrautarstöðinni, í Lundúnum, þegar vopnaðir lögreglumenn birtust skyndilega á harðahlaupum, á eftir manni sem var í þykkum vetrarjakka þrátt fyrir sumarhitann. Maðurinn stökk yfir grindverk og girðingar, og sinnti ekki hrópum lögreglumannanna um að stoppa. Manninum tókst að komast inn á Stockwell brautarstöðina, en þar náðu lögreglumennirnir honum og skutu hann til bana. Sjónarvottar segja að hann hafi verið skotinn fimm eða sex skotum. Reglur bresku lögreglunar mæla fyrir um að skotvopnum sé aðeins beitt í ítrustu neyð, og þá reynt að gera menn óvíga. Um grunaða sprengjumorðingja gildir öðru máli, þá á að skjóta til þess að drepa. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, sagði að stundum væri lögreglan neydd til þess að drepa, ef ógnin væri mikil. Hann sagði að ef verið væri að fást við einstklinga sem líta út fyrir að vera sjálfsmorðsárásarmenn og sá aðili er með meðvitund og getur hugsanlega sprengt sprengjuna þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hann verði skotinn með það í huga að drepa hann. Lögreglan hefur engar upplýsingar gefið um þann sem var skotinn, nema að hann tengist sprengjutilræðunum í Lundúnum, í gær. Þau voru nánast endurtekning á tilræðunum fyrir hálfum mánuði, nema hvað í gær sprungu sprengjurnar ekki. Síðdegis í dag handtók lögreglan mann í grennd við Stockwell lestarstöðina og hún hefur birt myndir af fjórum mönnum, til viðbótar, sem grunaðir eru um þáttöku í sprengjutilræðunum, í gær. Gerðar hafa verið húsleitir á nokkrum stöðum, í Lundúnum, í dag, en lögreglan hefur ekki upplýst hvort þær hafi skilað einhverjum árangri. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Sjónarvottar segja að skelfing hafi gripið um sig á Stockwell járnbrautarstöðinni, í Lundúnum, þegar vopnaðir lögreglumenn birtust skyndilega á harðahlaupum, á eftir manni sem var í þykkum vetrarjakka þrátt fyrir sumarhitann. Maðurinn stökk yfir grindverk og girðingar, og sinnti ekki hrópum lögreglumannanna um að stoppa. Manninum tókst að komast inn á Stockwell brautarstöðina, en þar náðu lögreglumennirnir honum og skutu hann til bana. Sjónarvottar segja að hann hafi verið skotinn fimm eða sex skotum. Reglur bresku lögreglunar mæla fyrir um að skotvopnum sé aðeins beitt í ítrustu neyð, og þá reynt að gera menn óvíga. Um grunaða sprengjumorðingja gildir öðru máli, þá á að skjóta til þess að drepa. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, sagði að stundum væri lögreglan neydd til þess að drepa, ef ógnin væri mikil. Hann sagði að ef verið væri að fást við einstklinga sem líta út fyrir að vera sjálfsmorðsárásarmenn og sá aðili er með meðvitund og getur hugsanlega sprengt sprengjuna þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hann verði skotinn með það í huga að drepa hann. Lögreglan hefur engar upplýsingar gefið um þann sem var skotinn, nema að hann tengist sprengjutilræðunum í Lundúnum, í gær. Þau voru nánast endurtekning á tilræðunum fyrir hálfum mánuði, nema hvað í gær sprungu sprengjurnar ekki. Síðdegis í dag handtók lögreglan mann í grennd við Stockwell lestarstöðina og hún hefur birt myndir af fjórum mönnum, til viðbótar, sem grunaðir eru um þáttöku í sprengjutilræðunum, í gær. Gerðar hafa verið húsleitir á nokkrum stöðum, í Lundúnum, í dag, en lögreglan hefur ekki upplýst hvort þær hafi skilað einhverjum árangri.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira