Lögregla skýtur grunaðan mann 22. júlí 2005 00:01 Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í jarðlestum og strætisvagni á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist atviki sem varð á Stockwell-jarðlestarstöðinni í gærmorgun, en þá eltu óeinkennisklæddir lögreglumenn mann í gegnum stöðina, sneru hann niður inni í lestarvagni og skutu til bana fyrir augunum á agndofa vegfarendum. Lögreglan staðfesti hins vegar að aðgerðirnar væru í beinum tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðunum í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Vitni sögðu manninn, sem hljóp upp í lest á Stockwell-stöðinni í suðurhluta Lundúna rétt eftir klukkan níu í gærmorgun að staðartíma, hafa litið út fyrir að vera af suður-asískum uppruna. Eitt vitnið sagðist hafa séð víra standa út úr mittisbeltinu sem maðurinn bar. Lögreglumennirnir sem króuðu hann af skutu hann tvisvar í höfuðið og þrisvar í brjóstið, að sögn vitna. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði aðgerðina "í beinum tengslum við hryðjuverkavarnaaðgerðina sem stendur yfir og fer vaxandi". Hann sagðist verða að taka skýrt fram að öll dauðsföll bæri að harma, en maðurinn hefði neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Blair lét fjölmiðlum enn fremur í té myndir úr eftirlitsmyndavélum af fjórum mönnum sem taldir eru hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum sem framin voru í þremur jarðlestum og einum strætisvagni í fyrradag. Talsmenn lögregluyfirvalda greindu annars frá því í gær að sprengjurnar sem notaðar voru í tilræðum fimmtudagsins hefðu verið gerðar úr heimatilbúnu sprengiefni, en þær hefðu aðeins sprungið að hluta. Blair lögreglustjóri sagði tilræðunum "svipa til" tilræðanna 7. júlí, sem kostuðu 52 menn lífið auk sjálfsmorðssprengjumannanna fjögurra. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í jarðlestum og strætisvagni á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist atviki sem varð á Stockwell-jarðlestarstöðinni í gærmorgun, en þá eltu óeinkennisklæddir lögreglumenn mann í gegnum stöðina, sneru hann niður inni í lestarvagni og skutu til bana fyrir augunum á agndofa vegfarendum. Lögreglan staðfesti hins vegar að aðgerðirnar væru í beinum tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðunum í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Vitni sögðu manninn, sem hljóp upp í lest á Stockwell-stöðinni í suðurhluta Lundúna rétt eftir klukkan níu í gærmorgun að staðartíma, hafa litið út fyrir að vera af suður-asískum uppruna. Eitt vitnið sagðist hafa séð víra standa út úr mittisbeltinu sem maðurinn bar. Lögreglumennirnir sem króuðu hann af skutu hann tvisvar í höfuðið og þrisvar í brjóstið, að sögn vitna. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði aðgerðina "í beinum tengslum við hryðjuverkavarnaaðgerðina sem stendur yfir og fer vaxandi". Hann sagðist verða að taka skýrt fram að öll dauðsföll bæri að harma, en maðurinn hefði neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Blair lét fjölmiðlum enn fremur í té myndir úr eftirlitsmyndavélum af fjórum mönnum sem taldir eru hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum sem framin voru í þremur jarðlestum og einum strætisvagni í fyrradag. Talsmenn lögregluyfirvalda greindu annars frá því í gær að sprengjurnar sem notaðar voru í tilræðum fimmtudagsins hefðu verið gerðar úr heimatilbúnu sprengiefni, en þær hefðu aðeins sprungið að hluta. Blair lögreglustjóri sagði tilræðunum "svipa til" tilræðanna 7. júlí, sem kostuðu 52 menn lífið auk sjálfsmorðssprengjumannanna fjögurra.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira