Breska lögregla bæði harmar og ver 13. október 2005 19:34 Breska lögreglan hefur upplýst að maðurinn sem var skotinn til bana í gær, hafi ekki tengst sprengjutilræðunum síðastliðinn fimmtudag. Ekki var hins vegar sagt hver maðurinn var, eða hvers vegna hann var undir eftirliti. Breska lögreglan ver eftir sem áður þá stefnu að það skuli skotið til að drepa, þegar fengist er við hugsanlegan sjálfsmorðssprengjumann. Breska lögreglan beitir örsjaldan skotvopnum, enda eru það aðeins sérsveitir hennar sem að jafnaði bera vopn. Lögreglumönnum er líka uppálagt að ef þeir neyðist til þess að grípa til vopna eigi þeir að reyna að gera andstæðinginn óvirkan með því að skjóta í líkama hans. Það hrukku því margir við þegar maður var skotinn til bana, af ásettu ráði, á Stockwell brautarstöðinni, í gær. Lögreglumenn skutu manninn að minnsta kosti fimm skotum, meðal annars í höfuðið, þar sem hann lá á brautarpallinum. Mannréttindasamtök múslima, í Bretlandi, hafa lýst áhyggjum sínum af þessari þróun og ýmsir andstæðingar stríðsins í Írak hafa fordæmt hana. Breska lögreglan ver hinsvegar gerðir sínar og yfirvöld standa með henni. Lögð er áhersla á að það sé ennþá regla að beita ekki skotvopnum nema í ítrustu neyð. Í tilfelli mannsins sem var skotinn í gær, er sagt að hann hafi komið út húsi sem var undir eftirliti vegna þess að þar voru hryðjuverkamenn taldir halda til. Þegar lögreglumennirnir reyndu að stöðva hann lagði hann á flótta og stökk yfir grindverk og girðingar. Maðurinn var bæði í þykkum vetrarjakka, í sumarhitanum, og með bakpoka. Þegar hann stökk inn á Stockwell brautarstöðina, þar sem mikill mannfjöldi var fyrir, töldu lögreglumennirnir svo mikla hættu á að hann væri með sprengju, að þeir skutu hann til bana. Opinber rannsókn mun að sjálfsögðu fara fram á þessum atburði. Ef kemur í ljós að maðurinn var alsaklaus, mun það líklega draga dilk á eftir sér. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Breska lögreglan hefur upplýst að maðurinn sem var skotinn til bana í gær, hafi ekki tengst sprengjutilræðunum síðastliðinn fimmtudag. Ekki var hins vegar sagt hver maðurinn var, eða hvers vegna hann var undir eftirliti. Breska lögreglan ver eftir sem áður þá stefnu að það skuli skotið til að drepa, þegar fengist er við hugsanlegan sjálfsmorðssprengjumann. Breska lögreglan beitir örsjaldan skotvopnum, enda eru það aðeins sérsveitir hennar sem að jafnaði bera vopn. Lögreglumönnum er líka uppálagt að ef þeir neyðist til þess að grípa til vopna eigi þeir að reyna að gera andstæðinginn óvirkan með því að skjóta í líkama hans. Það hrukku því margir við þegar maður var skotinn til bana, af ásettu ráði, á Stockwell brautarstöðinni, í gær. Lögreglumenn skutu manninn að minnsta kosti fimm skotum, meðal annars í höfuðið, þar sem hann lá á brautarpallinum. Mannréttindasamtök múslima, í Bretlandi, hafa lýst áhyggjum sínum af þessari þróun og ýmsir andstæðingar stríðsins í Írak hafa fordæmt hana. Breska lögreglan ver hinsvegar gerðir sínar og yfirvöld standa með henni. Lögð er áhersla á að það sé ennþá regla að beita ekki skotvopnum nema í ítrustu neyð. Í tilfelli mannsins sem var skotinn í gær, er sagt að hann hafi komið út húsi sem var undir eftirliti vegna þess að þar voru hryðjuverkamenn taldir halda til. Þegar lögreglumennirnir reyndu að stöðva hann lagði hann á flótta og stökk yfir grindverk og girðingar. Maðurinn var bæði í þykkum vetrarjakka, í sumarhitanum, og með bakpoka. Þegar hann stökk inn á Stockwell brautarstöðina, þar sem mikill mannfjöldi var fyrir, töldu lögreglumennirnir svo mikla hættu á að hann væri með sprengju, að þeir skutu hann til bana. Opinber rannsókn mun að sjálfsögðu fara fram á þessum atburði. Ef kemur í ljós að maðurinn var alsaklaus, mun það líklega draga dilk á eftir sér.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira