Óhugnanleg lífsreynsla 13. október 2005 19:34 Íslendingur, sem ásamt fjölskyldu sinni varð vitni að fjöldamorðum í Egyptalandi í morgun, segir að það hafi verið óhugnanleg lífsreynsla. Að minnsta kosti áttatíu og átta manns biðu bana í árásunumHver sprengingin af annarri skók Sharm El Sheik snemma í morgun, og aðkoman var skelfileg. Lík og líkamshlutar lágu eins og hráviði út um allt, og sært fólk lá veinandi á hjálp. Mikil skelfing greip um sig, en björgunarsveitir voru fljótar á vettvang og sagðar hafa gengið fagmannlega til verks. Allt læknalið borgarinnar var kallað út, en þar sem hinir særðu voru svo margir, var gripið til þess ráðs að flytja fólk flugleiðis til Kaíró. Sjö Íslendingar eru í sumarleyfi í Sharm el-Sheikh, þeirra á meðal Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Jón Diðrik sagði í samtali við fréttastofuna að sprengingarnar hefðu verið gríðarlega öflugar og að eftir þá síðari hafi þau ekki verið í nokkrum vafa um hvað væri að gerast. Þá hefði mikill eldhnöttur stigið til himins og hótel þeirra nötrað. Jón sagði að þeim væri brugðið, sérstaklega börnunum. Fjölskyldan hefði í gær heimsótt verslunarmiðstöð sem nú væri rústir einar. Egypskur afgreiðslumaður þar hefði grínast og leikið sér við sex ára dóttur Jóns og hún hefði teiknað af honum mynd, eftir að heim kom. Telpan hefði nú miklar áhyggjur af því að þessi góðlegi maður væri dáinn. Jón sagði einkennilegt að horfa uppá að daglegt líf héldi nú áfram eins og ekkert hefði í skorist, fólk væri að baða sig í sjónum, og rölta um göturnar. Árásirnar voru gerðar á hótel og útimarkaði, þar sem margir voru á ferli. Sharm el-Sheik er vinsæll ferðamannastaður og yfirvöld segja að margir útlendingar hafi látið lífið eða særst. Langflest fórnarlömbin voru hinsvegar Egyptar. Borgarstjórinn í Sharm el Sheik segir að tvær bílsprengjur hafi verið sprengdar og hugsanlega ein sprengja í ferðatösku. Sprengjurnar voru svo öflugar að það fannst fyrir þeim í tíu kílómetra fjarlægð. Miklir eldhnettir risu upp frá sprengjustöðunum. Hryðjuverkamenn hafa gert þónokkrar árásir í Egyptalandi, á undanförnum árum, og þá oftar en ekki á staði sem erlendir ferðamenn sækja. Samtök sem tengjast al Kæda segjast bera ábyrgð á verknaðinum, en yfirvöld í Egyptalandi segja of snemmt að segja til um hvort það sé rétt. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Íslendingur, sem ásamt fjölskyldu sinni varð vitni að fjöldamorðum í Egyptalandi í morgun, segir að það hafi verið óhugnanleg lífsreynsla. Að minnsta kosti áttatíu og átta manns biðu bana í árásunumHver sprengingin af annarri skók Sharm El Sheik snemma í morgun, og aðkoman var skelfileg. Lík og líkamshlutar lágu eins og hráviði út um allt, og sært fólk lá veinandi á hjálp. Mikil skelfing greip um sig, en björgunarsveitir voru fljótar á vettvang og sagðar hafa gengið fagmannlega til verks. Allt læknalið borgarinnar var kallað út, en þar sem hinir særðu voru svo margir, var gripið til þess ráðs að flytja fólk flugleiðis til Kaíró. Sjö Íslendingar eru í sumarleyfi í Sharm el-Sheikh, þeirra á meðal Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Jón Diðrik sagði í samtali við fréttastofuna að sprengingarnar hefðu verið gríðarlega öflugar og að eftir þá síðari hafi þau ekki verið í nokkrum vafa um hvað væri að gerast. Þá hefði mikill eldhnöttur stigið til himins og hótel þeirra nötrað. Jón sagði að þeim væri brugðið, sérstaklega börnunum. Fjölskyldan hefði í gær heimsótt verslunarmiðstöð sem nú væri rústir einar. Egypskur afgreiðslumaður þar hefði grínast og leikið sér við sex ára dóttur Jóns og hún hefði teiknað af honum mynd, eftir að heim kom. Telpan hefði nú miklar áhyggjur af því að þessi góðlegi maður væri dáinn. Jón sagði einkennilegt að horfa uppá að daglegt líf héldi nú áfram eins og ekkert hefði í skorist, fólk væri að baða sig í sjónum, og rölta um göturnar. Árásirnar voru gerðar á hótel og útimarkaði, þar sem margir voru á ferli. Sharm el-Sheik er vinsæll ferðamannastaður og yfirvöld segja að margir útlendingar hafi látið lífið eða særst. Langflest fórnarlömbin voru hinsvegar Egyptar. Borgarstjórinn í Sharm el Sheik segir að tvær bílsprengjur hafi verið sprengdar og hugsanlega ein sprengja í ferðatösku. Sprengjurnar voru svo öflugar að það fannst fyrir þeim í tíu kílómetra fjarlægð. Miklir eldhnettir risu upp frá sprengjustöðunum. Hryðjuverkamenn hafa gert þónokkrar árásir í Egyptalandi, á undanförnum árum, og þá oftar en ekki á staði sem erlendir ferðamenn sækja. Samtök sem tengjast al Kæda segjast bera ábyrgð á verknaðinum, en yfirvöld í Egyptalandi segja of snemmt að segja til um hvort það sé rétt.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira