Tengsl milli hryðjuverka og Íraks 26. júlí 2005 00:01 Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Meðal þess sem lögreglan segist hafa fundið í dag er sprengiefni á stað sem tengist hryðjuverkamönnunum. Bifreið var einnig grandskoðuð. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar en enginn tilræðismannanna. Í fjölbýlishúsi einu í Norður-London er talið að einn hryðjuverkamannanna hafi búið. Einn nágranni hans virðist einnig skoðanabróðir. Hann segist vona að mennirnir fari til paradísar því þegar allt komi til alls hafi þeir fórnað lífinu sem píslarvottar. „Allir múslimar verða að taka þátt í hinu heilaga stríði, hvort sem það er í orði, verki eða með fjárstuðningi. Það er skylda sérhvers múslíma að hjálpa öðrum múslímum,“ sagði nágranninn við fjölmiðla í dag. Kannanir í Bretlandi sýna að meirihluti almennings telur samhengi á milli hryðjuverkanna í London og stríðsins í Írak. Tony Blair gefur lítið fyrir þær kannanir og harðneitar nokkrum tengslum. Í ljósi þess að vinsældir hans hafa stóraukist frá hryðjuverkunum getur hann líkast til leyft sér að vera kokhraustur. Á blaðamannafundi í dag sagði hann sama hvaða afsökun eða réttlætingar „þessir“ menn noti, ekki megi gefa eftir einn þumlung, hvort sem er í Bretlandi, Írak, Afganistan, Ísrael eða Palestínu. „11. september vakti mig. Vitið þið hvað ég held að vandamáið sé? Mikill hluti heimsins vaknaði smástund, velti sér svo á hina hliðina og fór aftur að sofa,“ sagði Blair. „Við leysum ekki þetta vandamál sem á sér svo djúpar rætur fyrr en við berjumst gegn þessu fólki á öllum stigum. Og ekki bara gegn aðferðum þeirra heldur einnig hugmyndum.“ Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Meðal þess sem lögreglan segist hafa fundið í dag er sprengiefni á stað sem tengist hryðjuverkamönnunum. Bifreið var einnig grandskoðuð. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar en enginn tilræðismannanna. Í fjölbýlishúsi einu í Norður-London er talið að einn hryðjuverkamannanna hafi búið. Einn nágranni hans virðist einnig skoðanabróðir. Hann segist vona að mennirnir fari til paradísar því þegar allt komi til alls hafi þeir fórnað lífinu sem píslarvottar. „Allir múslimar verða að taka þátt í hinu heilaga stríði, hvort sem það er í orði, verki eða með fjárstuðningi. Það er skylda sérhvers múslíma að hjálpa öðrum múslímum,“ sagði nágranninn við fjölmiðla í dag. Kannanir í Bretlandi sýna að meirihluti almennings telur samhengi á milli hryðjuverkanna í London og stríðsins í Írak. Tony Blair gefur lítið fyrir þær kannanir og harðneitar nokkrum tengslum. Í ljósi þess að vinsældir hans hafa stóraukist frá hryðjuverkunum getur hann líkast til leyft sér að vera kokhraustur. Á blaðamannafundi í dag sagði hann sama hvaða afsökun eða réttlætingar „þessir“ menn noti, ekki megi gefa eftir einn þumlung, hvort sem er í Bretlandi, Írak, Afganistan, Ísrael eða Palestínu. „11. september vakti mig. Vitið þið hvað ég held að vandamáið sé? Mikill hluti heimsins vaknaði smástund, velti sér svo á hina hliðina og fór aftur að sofa,“ sagði Blair. „Við leysum ekki þetta vandamál sem á sér svo djúpar rætur fyrr en við berjumst gegn þessu fólki á öllum stigum. Og ekki bara gegn aðferðum þeirra heldur einnig hugmyndum.“
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira