Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands.