Talinn hafa skipulagt árásirnar 29. júlí 2005 00:01 Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem er talinn hafa skipulagt árásirnar á London sem urðu fleiri en fimmtíu manns að bana. Hinn þrítugi Haroon Rashid Aswat er talinn hafa hringt minnst tuttugu sinnum í mennina fjóra sem drápu meira en fimmtíu manns í London, dagana áður en árásirnar voru gerðar. Vitað er að hann var í Leeds skömmu fyrir árásirnar þar sem þrír árásarmannanna bjuggu. Daginn sem árásirnar voru gerðar var Aswat í London en flúði þaðan aðeins örfáum klukkustundum áður en ódæðisverkin voru framin. Breskir öryggissveitarmenn hafa flogið til Sambíu til að yfirheyra manninn. Öryggisyfirvöld í Bretlandi gera hins vegar lítið úr málinu og segja það aðeins getgátur að Aswat sé í raun aðalmaðurinn á bak við árásirnar. Í nýrri skýrslu frá bresku leyniþjónustunni kemur fram að yfirgnæfandi líku séu á því að árásirnar tengist innrásinni í Írak. Þó að eflaust megi telja til fleiri orsakir fyrir árásunum sé stuðningur Breta við innrásina í Írak langstærsti einstaki þátturinn í árásunum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telja meira en fjórir af hverjum fimm Bretum að árásirnar á London tengist stuðningi Breta við innrásina í Írak. Í skýrslu leyniþjónustunnar segir jafnframt að vitað sé til þess að bæði breskir og erlendir borgarar sem tengist Al-Qaida séu nú í Bretlandi. Í morgun var Edgeware Road lestarstöðin loksins opnuð, rúmum þrem vikum eftir að sprengja sprakk í lest sem fór þar í gegn. Réttarmeinafræðingar og lögreglumenn hafa skoðað hvern sentímetra á lestarstöðinni í þeirri von að finna sönnunargögn eða eitthvað sem geti varpað frekara ljósi á árásirnar. Á háannatíma í morgun voru aðeins örfáir vegfarendur á stangli á lestarstöðinni en fyrir árásirnar iðaði hún jafnan af lífi á þessum tíma dags. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem er talinn hafa skipulagt árásirnar á London sem urðu fleiri en fimmtíu manns að bana. Hinn þrítugi Haroon Rashid Aswat er talinn hafa hringt minnst tuttugu sinnum í mennina fjóra sem drápu meira en fimmtíu manns í London, dagana áður en árásirnar voru gerðar. Vitað er að hann var í Leeds skömmu fyrir árásirnar þar sem þrír árásarmannanna bjuggu. Daginn sem árásirnar voru gerðar var Aswat í London en flúði þaðan aðeins örfáum klukkustundum áður en ódæðisverkin voru framin. Breskir öryggissveitarmenn hafa flogið til Sambíu til að yfirheyra manninn. Öryggisyfirvöld í Bretlandi gera hins vegar lítið úr málinu og segja það aðeins getgátur að Aswat sé í raun aðalmaðurinn á bak við árásirnar. Í nýrri skýrslu frá bresku leyniþjónustunni kemur fram að yfirgnæfandi líku séu á því að árásirnar tengist innrásinni í Írak. Þó að eflaust megi telja til fleiri orsakir fyrir árásunum sé stuðningur Breta við innrásina í Írak langstærsti einstaki þátturinn í árásunum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telja meira en fjórir af hverjum fimm Bretum að árásirnar á London tengist stuðningi Breta við innrásina í Írak. Í skýrslu leyniþjónustunnar segir jafnframt að vitað sé til þess að bæði breskir og erlendir borgarar sem tengist Al-Qaida séu nú í Bretlandi. Í morgun var Edgeware Road lestarstöðin loksins opnuð, rúmum þrem vikum eftir að sprengja sprakk í lest sem fór þar í gegn. Réttarmeinafræðingar og lögreglumenn hafa skoðað hvern sentímetra á lestarstöðinni í þeirri von að finna sönnunargögn eða eitthvað sem geti varpað frekara ljósi á árásirnar. Á háannatíma í morgun voru aðeins örfáir vegfarendur á stangli á lestarstöðinni en fyrir árásirnar iðaði hún jafnan af lífi á þessum tíma dags.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira