Víðtækustu aðgerðir í sögu London 29. júlí 2005 00:01 Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent