Varkárni og taugaveiklun í London 2. ágúst 2005 00:01 Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira