Hótar frekari hryðjuverkum 5. ágúst 2005 00:01 Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað. Al-Zawahri er hvítklæddur með svartan höfuðklút og Kalashnikov-riffil við hlið sér á myndbandsupptökunni. Hann er næstur Osama bin Laden í valdaröðinni hjá al-Qaida og margir telja hann í raun og veru þann sem ræður. Hann hótaði í dag öllu illu, sagði m.a. að Tony Blair hefði fært eyðileggingu yfir miðborg Lundúna og hann muni valda meiru af slíku, með guðs hjálp. Þjóðum „krossfarabandalagsins“ hafi verið boðið vopnahlé ef þær yfirgefi land íslams og að bin Laden hafi sagt að þær muni ekki búa við öryggi fyrr en Palestínumenn búi við öryggi. „En þið hafið látið blóðið streyma eins og fljót í löndum okkar og við höfum sprengt eldfjöll reiðinnar í löndum ykkar. Skilaboð okkar eru skýr: Þið njótið ekki öryggis fyrr en þið farið úr landi okkar, hættið að stela olíu okkar og auði og hættið að styðja spillta stjórnendur,“ sagði al-Zawahri. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki einu sinni ræða þennan boðskap á blaðamannafundi í dag þegar blaðamaður óskaði eftir því. Al-Zawahri virtist lítinn greinarmun gera á Bandaríkjamönnum og Bretum því hinir fyrrnefndu fengu líka sinn skerf af hótunum. Hann sagði að ef þeir héldu áfram sömu árásarstefnu gegn múslimum myndu þeir sjá nokkuð sem fái þá „til að gleyma hinum hræðilegu atburðum í Víetnam og Afganistan“ og sem árásirnar á New York og Washington hafi aðeins verið smjörþefurinn af. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað. Al-Zawahri er hvítklæddur með svartan höfuðklút og Kalashnikov-riffil við hlið sér á myndbandsupptökunni. Hann er næstur Osama bin Laden í valdaröðinni hjá al-Qaida og margir telja hann í raun og veru þann sem ræður. Hann hótaði í dag öllu illu, sagði m.a. að Tony Blair hefði fært eyðileggingu yfir miðborg Lundúna og hann muni valda meiru af slíku, með guðs hjálp. Þjóðum „krossfarabandalagsins“ hafi verið boðið vopnahlé ef þær yfirgefi land íslams og að bin Laden hafi sagt að þær muni ekki búa við öryggi fyrr en Palestínumenn búi við öryggi. „En þið hafið látið blóðið streyma eins og fljót í löndum okkar og við höfum sprengt eldfjöll reiðinnar í löndum ykkar. Skilaboð okkar eru skýr: Þið njótið ekki öryggis fyrr en þið farið úr landi okkar, hættið að stela olíu okkar og auði og hættið að styðja spillta stjórnendur,“ sagði al-Zawahri. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki einu sinni ræða þennan boðskap á blaðamannafundi í dag þegar blaðamaður óskaði eftir því. Al-Zawahri virtist lítinn greinarmun gera á Bandaríkjamönnum og Bretum því hinir fyrrnefndu fengu líka sinn skerf af hótunum. Hann sagði að ef þeir héldu áfram sömu árásarstefnu gegn múslimum myndu þeir sjá nokkuð sem fái þá „til að gleyma hinum hræðilegu atburðum í Víetnam og Afganistan“ og sem árásirnar á New York og Washington hafi aðeins verið smjörþefurinn af.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira