Búa sig undir frekari árásir 8. ágúst 2005 00:01 Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira