Búa sig undir frekari árásir 8. ágúst 2005 00:01 Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira