Búa sig undir frekari árásir 8. ágúst 2005 00:01 Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira