Hætta á auknum skattsvikum 8. ágúst 2005 00:01 "Mér finnst það mjög einkennilegt að á sama tíma og verið er að ræða um offituvandamál hér á landi, þá standi jafnvel til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts sem einkum leggst á matvæli. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í þessum flokki og þær eru mjög fituríkar," segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna þeirrar umræðu sem nú er um að mögulega standi til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts um allt að helming. "Ef neðra þrepið yrði lækkað um helming og niður í sjö prósent eins og rætt hefur verið um, eykst líka hvatningin til að svíkja undan skatti því munurinn á sjö prósentunum og svo tuttugu og fjórum og hálfu prósenti er orðinn mjög mikill. En rökin með slíku eru þau að slíkar lækkanir kæmu þeim sem lægstar hafa tekjurnar til góða vegna þess að þeir eyða meira hlutfallslega af tekjum sínum í matvæli," segir Pétur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi lagt til að allur matur yrði færður í eitt þrep því virðisaukaskattur á matvæli væri hér á landi með því hæsta sem gerðist í Evrópu að Danmörku undanskildu. "Við værum hins vegar ekki mjög hrifnir af því að lækka þennan skatt um helming eins og rætt hefur verið um því þá er komið allt of breitt bil á milli skattþrepa. Eðlileg lækkun væri niður í um tólf prósent og meira máli skiptir líka að vörugjöldin séu tekin af. Of mikið bil eykur hættu á undanskotum auk þess sem vörugjöldin eru skattur," segir Sigurður. Hann segir vörugjöldin mismikil og þau séu mjög ósanngjörn. "Það leggst til dæmis 28 krónu vörugjald á kaffi og 35 krónur á te. Vörugjöldin eru eitthvað sem mikilvægt er að skoða núna þegar þessi mál eru á dagskrá," segir Sigurður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
"Mér finnst það mjög einkennilegt að á sama tíma og verið er að ræða um offituvandamál hér á landi, þá standi jafnvel til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts sem einkum leggst á matvæli. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í þessum flokki og þær eru mjög fituríkar," segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna þeirrar umræðu sem nú er um að mögulega standi til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts um allt að helming. "Ef neðra þrepið yrði lækkað um helming og niður í sjö prósent eins og rætt hefur verið um, eykst líka hvatningin til að svíkja undan skatti því munurinn á sjö prósentunum og svo tuttugu og fjórum og hálfu prósenti er orðinn mjög mikill. En rökin með slíku eru þau að slíkar lækkanir kæmu þeim sem lægstar hafa tekjurnar til góða vegna þess að þeir eyða meira hlutfallslega af tekjum sínum í matvæli," segir Pétur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi lagt til að allur matur yrði færður í eitt þrep því virðisaukaskattur á matvæli væri hér á landi með því hæsta sem gerðist í Evrópu að Danmörku undanskildu. "Við værum hins vegar ekki mjög hrifnir af því að lækka þennan skatt um helming eins og rætt hefur verið um því þá er komið allt of breitt bil á milli skattþrepa. Eðlileg lækkun væri niður í um tólf prósent og meira máli skiptir líka að vörugjöldin séu tekin af. Of mikið bil eykur hættu á undanskotum auk þess sem vörugjöldin eru skattur," segir Sigurður. Hann segir vörugjöldin mismikil og þau séu mjög ósanngjörn. "Það leggst til dæmis 28 krónu vörugjald á kaffi og 35 krónur á te. Vörugjöldin eru eitthvað sem mikilvægt er að skoða núna þegar þessi mál eru á dagskrá," segir Sigurður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira