2-0 tap Keflavíkur gegn Mainz 11. ágúst 2005 00:01 Keflvíkingar geta vel við unað þrátt fyrir tap gegn þýska Bundesliguliðinu Mainz, 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld. Fyrra markið kom á 10. mínútu eftir sendingu af vinstri kanti inn í teig þaðan sem Benjamin Auer skallaði boltann yfir Ómar Jóhansson markvörð og í hægra hornið. Keflvíkingar lentu svo 2-0 undir á 71. mínútu. Michael Johansen leikmaður Keflavíkur braut á leikmanni Mainz inni í vítateig og fengu heimamenn vítaspyrnu sem Christof Babatz skoraði úr. Einni mínútu áður átti Guðmundur Steinarsson besta færi Keflavíkur. Hann tók skot af 35 metra færi sem hafði viðkomu af varnarmanni og markvörður heimamanna rétt náði að slá boltann í stöng þaðan sem hann fékk boltann aftur í lúkurnar. Heimamenn höfðu algera yfirburði í leiknum og fór hann nánast fram á vallarhelmingi Keflavíkur. Ómar Jóhannsson varði vel og kom í veg fyrir að heimamenn ynnu stærri sigur auk þess sem varnarmenn Keflvíkinga vörðust vel. Þá varði Ómar skot úr dauðafæri í viðbótartíma. Keflvíkingar áttu einfaldlega við ofurefli sitt að etja og voru afar stressaðir og óöruggir fyrir framan 19.000 áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Keflvíkingum gekk virkilega illa að halda boltanum innan liðsins en þeir komust þó inn í leikinn í kringum 25. mínútu þegar heimamenn voru búnir að pressa stíft nær látlaust. Þá kom 10 mínútna kafli þar sem heimamenn blésu aðeins mæðunni og bökkuðu. Guðmundur Steinarsson átti reyndar skot að marki heimamanna á 19. mínútu eftir langa sendingu af vinstri kanti. Síðari leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli eftir 2 vikur og þá er bara að vona að Keflavíkingar verði með meira sjálfstraust en eins og áður segir mega Keflvíkingar vel við una að hafa ekki tapað stærra í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Keflvíkingar geta vel við unað þrátt fyrir tap gegn þýska Bundesliguliðinu Mainz, 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld. Fyrra markið kom á 10. mínútu eftir sendingu af vinstri kanti inn í teig þaðan sem Benjamin Auer skallaði boltann yfir Ómar Jóhansson markvörð og í hægra hornið. Keflvíkingar lentu svo 2-0 undir á 71. mínútu. Michael Johansen leikmaður Keflavíkur braut á leikmanni Mainz inni í vítateig og fengu heimamenn vítaspyrnu sem Christof Babatz skoraði úr. Einni mínútu áður átti Guðmundur Steinarsson besta færi Keflavíkur. Hann tók skot af 35 metra færi sem hafði viðkomu af varnarmanni og markvörður heimamanna rétt náði að slá boltann í stöng þaðan sem hann fékk boltann aftur í lúkurnar. Heimamenn höfðu algera yfirburði í leiknum og fór hann nánast fram á vallarhelmingi Keflavíkur. Ómar Jóhannsson varði vel og kom í veg fyrir að heimamenn ynnu stærri sigur auk þess sem varnarmenn Keflvíkinga vörðust vel. Þá varði Ómar skot úr dauðafæri í viðbótartíma. Keflvíkingar áttu einfaldlega við ofurefli sitt að etja og voru afar stressaðir og óöruggir fyrir framan 19.000 áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Keflvíkingum gekk virkilega illa að halda boltanum innan liðsins en þeir komust þó inn í leikinn í kringum 25. mínútu þegar heimamenn voru búnir að pressa stíft nær látlaust. Þá kom 10 mínútna kafli þar sem heimamenn blésu aðeins mæðunni og bökkuðu. Guðmundur Steinarsson átti reyndar skot að marki heimamanna á 19. mínútu eftir langa sendingu af vinstri kanti. Síðari leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli eftir 2 vikur og þá er bara að vona að Keflavíkingar verði með meira sjálfstraust en eins og áður segir mega Keflvíkingar vel við una að hafa ekki tapað stærra í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira