Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt 22. ágúst 2005 00:01 Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira