Tugir tilkynninga um aukaverkanir 31. ágúst 2005 00:01 Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira