Vill að læknar reki sjúkrahús 5. september 2005 00:01 Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira