Klukka gengur á fleiri en skákmenn 7. september 2005 00:01 Að loknum sameiginlegum miðstjórnar- og þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær tilkynnti Davíð Oddsson þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Jafnframt lætur Davíð af embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi 27. september næstkomandi. Davíð segir að heilsufarsástæður ráði ekki ákvörðun sinni, en hann átti við veikindi að stríða og gekkst undir uppskurði á síðasta ári. "Maður fékk svona ákveðna áminningu um að klukkan tifar og hún gengur á fleiri en skákmenn. Allir þurfa að huga að því. Auðvitað var það svo að síðastliðið ár var ég ekki alveg á fleygiferð. Það fór tími í endurhæfingu og meðferðir. Þótt þær hafi ekki verið erfiðar né kvalafullar í sjálfu sér þá drógu þær úr afli og krafti meðan á því stóð. Ég tel mig vera kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi. Það fer ekki hjá því þegar þú færð gult spjald að þá horfir þú á það og hagar þér aðeins betur til að fá ekki rautt." Forsætisráðherra skipaði í gær Davíð í embætti seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann verður formaður bankastjórnarinnar og tekur við starfinu 20. október af Birgi Ísleifi Gunnarssyni, en hann lætur af störfum um næstu mánaðamót. Samráðherrar Davíðs segja fulla sátt um tillögur hans um breytta skipan ráðherra í ríkisstjórninni af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Á ríkisráðsfundinum í lok mánaðarins tekur Geir H. Haarde við embætti utanríkisráðherra, Árni Mathiesen tekur við embætti fjármálaráðherra af Geir og Einar K. Guðfinnsson verður sjávarútvegsráðherra. "Það er mikil eftirsjá af Davíð þegar hann hverfur út úr stjórnmálunum. Við taka nýir tímar og ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í flokknum," segir Geir. Aðspurður á blaðamannafundi í gær kvað Davíð Oddsson sjónir manna beinast að Geir H. Haarde sem eftirmanni á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum. "Ætli það verði ekki mín seinustu pólitísku afskipti að kjósa hann," sagði Davíð og vísaði þar til landsfundarins í næsta mánuði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Að loknum sameiginlegum miðstjórnar- og þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær tilkynnti Davíð Oddsson þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Jafnframt lætur Davíð af embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi 27. september næstkomandi. Davíð segir að heilsufarsástæður ráði ekki ákvörðun sinni, en hann átti við veikindi að stríða og gekkst undir uppskurði á síðasta ári. "Maður fékk svona ákveðna áminningu um að klukkan tifar og hún gengur á fleiri en skákmenn. Allir þurfa að huga að því. Auðvitað var það svo að síðastliðið ár var ég ekki alveg á fleygiferð. Það fór tími í endurhæfingu og meðferðir. Þótt þær hafi ekki verið erfiðar né kvalafullar í sjálfu sér þá drógu þær úr afli og krafti meðan á því stóð. Ég tel mig vera kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi. Það fer ekki hjá því þegar þú færð gult spjald að þá horfir þú á það og hagar þér aðeins betur til að fá ekki rautt." Forsætisráðherra skipaði í gær Davíð í embætti seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann verður formaður bankastjórnarinnar og tekur við starfinu 20. október af Birgi Ísleifi Gunnarssyni, en hann lætur af störfum um næstu mánaðamót. Samráðherrar Davíðs segja fulla sátt um tillögur hans um breytta skipan ráðherra í ríkisstjórninni af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Á ríkisráðsfundinum í lok mánaðarins tekur Geir H. Haarde við embætti utanríkisráðherra, Árni Mathiesen tekur við embætti fjármálaráðherra af Geir og Einar K. Guðfinnsson verður sjávarútvegsráðherra. "Það er mikil eftirsjá af Davíð þegar hann hverfur út úr stjórnmálunum. Við taka nýir tímar og ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í flokknum," segir Geir. Aðspurður á blaðamannafundi í gær kvað Davíð Oddsson sjónir manna beinast að Geir H. Haarde sem eftirmanni á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum. "Ætli það verði ekki mín seinustu pólitísku afskipti að kjósa hann," sagði Davíð og vísaði þar til landsfundarins í næsta mánuði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira