140 uppreisnarmenn fallnir 10. september 2005 00:01 Meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak. Hersveitirnar ætla á næstunni að gera skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjórum borgum í viðbót. Aðgerðirnar eru einhverjar þær víðtækustu síðan ráðist var inn í Írak árið 2003. Í gærkvöldi hófu írakskar og bandarískar hersveitir skipulagðar árásir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og kembdu götur í leit sinni að uppreisnarmönnum. Byssugelt heyrðist víða um borgina sem hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks. Undanfarna tvo daga hafa hersveitir drepið meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn og handtekið nærri tvö hundruð til viðbótar. Flestir þeirra eru arabar frá öðrum löndum en Írak. Aðgerðirnar í Tal Afar eru einhverjar þær stærstu síðan bandarískar hersveitir réðust inn í borgina Fallujah fyrir um ári síðan. Allir tvö hundruð þúsund íbúar borgarinnar hafa verið hvattir til að yfirgefa hana og flestir hafa þegar hlýtt því kalli. Í morgun sagði svo varnarmálaráðherra Íraks að næst yrði ráðist inn í borgirnar Ramadi, Samarra, Rawa og Kaím sem einnig hafa verið mikið vígi uppreisnarmanna frá nágrannalöndum Íraks. Ráðherrann sagði að skæruliðar myndu hvergi finna skjól og aðgerðirnar myndu taka skemmri tíma en fólk gerði ráð fyrir. Uppreisnarmenn yrðu annað hvort að gefast upp, eða gjalda með lífi sínu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak. Hersveitirnar ætla á næstunni að gera skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjórum borgum í viðbót. Aðgerðirnar eru einhverjar þær víðtækustu síðan ráðist var inn í Írak árið 2003. Í gærkvöldi hófu írakskar og bandarískar hersveitir skipulagðar árásir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og kembdu götur í leit sinni að uppreisnarmönnum. Byssugelt heyrðist víða um borgina sem hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks. Undanfarna tvo daga hafa hersveitir drepið meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn og handtekið nærri tvö hundruð til viðbótar. Flestir þeirra eru arabar frá öðrum löndum en Írak. Aðgerðirnar í Tal Afar eru einhverjar þær stærstu síðan bandarískar hersveitir réðust inn í borgina Fallujah fyrir um ári síðan. Allir tvö hundruð þúsund íbúar borgarinnar hafa verið hvattir til að yfirgefa hana og flestir hafa þegar hlýtt því kalli. Í morgun sagði svo varnarmálaráðherra Íraks að næst yrði ráðist inn í borgirnar Ramadi, Samarra, Rawa og Kaím sem einnig hafa verið mikið vígi uppreisnarmanna frá nágrannalöndum Íraks. Ráðherrann sagði að skæruliðar myndu hvergi finna skjól og aðgerðirnar myndu taka skemmri tíma en fólk gerði ráð fyrir. Uppreisnarmenn yrðu annað hvort að gefast upp, eða gjalda með lífi sínu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira