Erlent

Galloway fékk fé frá Írökum

Bandarísk þingnefnd hefur sakað breska þingmanninn George Galloway um að hafa logið að sér þegar hann staðhæfði eiðsvarinn fyrr á þessu ári að hann hefði engar greiðslur fengið í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak.

Norm Coleman, formaður nefndarinnar, segist hafa gögn sem sýni að Galloway og eiginkona hans hafi fengið sem nemur 36 milljónum króna í olíuúttektum frá írösku ríkisstjórninni. Galloway harðneitar hins vegar þessum ásökunum og segir þær ómerkilegan áróður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×