Stórskert þjónusta við nýrnasjúka 9. nóvember 2005 03:30 Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira