Fór óvænt til Afganistans 12. júlí 2006 06:00 Hamid Karzai fylgist grannt með þegar Rumsfeld útskýrir málin. MYND/AP Donald Rumsfeld, varaforseti Bandaríkjanna, brá sér í óvænta heimsókn til Afganistans í gær og hitti þar Hamid Karzai forseta að máli. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra sagðist Rumsfeld sannfærður um að sigur myndi vinnast á vopnuðum sveitum talibana í suðurhluta landsins þrátt fyrir mikla herflutninga yfir landamæri Afganistans og Pakistans. Einnig sagði hann nauðsynlegt að Evrópuríki veittu Afgönum meiri aðstoð við að berjast gegn fíkniefnaframleiðslu í landinu, en þaðan flæðir heróín í stríðum straumum til Evrópu og Rússlands. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til þess að draga úr henni. Rumsfeld fagnaði því sérstaklega að NATÓ-ríkin tækju að sér stærra hlutverk í Afganistan, sérstaklega til þess að berjast gegn liðsafla talibana í suðurhluta landsins. Á þessum sama blaðamannafundi sagði Karzai að lögreglulið landsins væri veikburða, sérstaklega meðfram landamærum Pakistans, og þess vegna hafi starfsemi herskárra hópa eflst. Talibanar, sem fyrir innrás Bandaríkjanna árið 2001 höfðu náð nánast öllu landinu á sitt vald, hafa haft sig töluvert í frammi í suður- og austurhluta landsins síðustu mánuði, og virðast hafa haft stuðning bæði frá erlendum málaliðum og vopnuðum hópum á vegum ópíumframleiðenda. Undanfarinn mánuð hafa til dæmis sex Bretar farist í átökum við hina herskáu hópa. Bresk stjórnvöld hafa af þeim sökum ákveðið að senda 900 hermenn til suðurhluta Afganistans í viðbót við 3.600 manna herlið sitt þar. Margir Afganar, þar á meðal Karzai forseti, hafa sakað nágrannaríkið Pakistan og forseta þess, Pervez Musharraf, um að hafa gert lítið sem ekkert til að hindra vopnaða hópa í því að herja á Afganistan frá bækistöðvum sínum handan landamæranna í Pakistan. Musharraf segir þær ásakanir tóma vitleysu, Pakistan hafi þvert á móti sent 90 þúsund hermenn til landamæranna gagngert til þess að stöðva stuðningsmenn talibana þar. Erlent Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Donald Rumsfeld, varaforseti Bandaríkjanna, brá sér í óvænta heimsókn til Afganistans í gær og hitti þar Hamid Karzai forseta að máli. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra sagðist Rumsfeld sannfærður um að sigur myndi vinnast á vopnuðum sveitum talibana í suðurhluta landsins þrátt fyrir mikla herflutninga yfir landamæri Afganistans og Pakistans. Einnig sagði hann nauðsynlegt að Evrópuríki veittu Afgönum meiri aðstoð við að berjast gegn fíkniefnaframleiðslu í landinu, en þaðan flæðir heróín í stríðum straumum til Evrópu og Rússlands. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til þess að draga úr henni. Rumsfeld fagnaði því sérstaklega að NATÓ-ríkin tækju að sér stærra hlutverk í Afganistan, sérstaklega til þess að berjast gegn liðsafla talibana í suðurhluta landsins. Á þessum sama blaðamannafundi sagði Karzai að lögreglulið landsins væri veikburða, sérstaklega meðfram landamærum Pakistans, og þess vegna hafi starfsemi herskárra hópa eflst. Talibanar, sem fyrir innrás Bandaríkjanna árið 2001 höfðu náð nánast öllu landinu á sitt vald, hafa haft sig töluvert í frammi í suður- og austurhluta landsins síðustu mánuði, og virðast hafa haft stuðning bæði frá erlendum málaliðum og vopnuðum hópum á vegum ópíumframleiðenda. Undanfarinn mánuð hafa til dæmis sex Bretar farist í átökum við hina herskáu hópa. Bresk stjórnvöld hafa af þeim sökum ákveðið að senda 900 hermenn til suðurhluta Afganistans í viðbót við 3.600 manna herlið sitt þar. Margir Afganar, þar á meðal Karzai forseti, hafa sakað nágrannaríkið Pakistan og forseta þess, Pervez Musharraf, um að hafa gert lítið sem ekkert til að hindra vopnaða hópa í því að herja á Afganistan frá bækistöðvum sínum handan landamæranna í Pakistan. Musharraf segir þær ásakanir tóma vitleysu, Pakistan hafi þvert á móti sent 90 þúsund hermenn til landamæranna gagngert til þess að stöðva stuðningsmenn talibana þar.
Erlent Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira