Spenna eykst á Kóreuskaga 20. júlí 2006 07:15 Mótmæli í Suður-Kóreu Þessi Suður-Kóreumaður kveikti í gær í fána Norður-Kóreu fyrir framan utanríkisráðuneytið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. MYND/AP Spennan milli Norður- og Suður-Kóreu vex með degi hverjum. Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, fordæmdi í gær harðlega tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti og sagði þær geta leitt af sér vopnakapphlaup, sem gagnaðist engum. Jafnframt varaði hann önnur ríki við því að bregðast of harkalega við framferði Norður-Kóreumanna og auka þar með enn á spennuna í þessum heimshluta. Hann nefndi engin ríki á nafn, en hefur áður gagnrýnt Japana fyrir að ætla hugsanlega að bregðast við tilraunum Norður-Kóreu með því að gera fyrirbyggjandi árás á skotstaði tilrauneldflauganna í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Japan héldu því fram í gær að japönsk stjórnvöld ætluðu um miðjan ágúst að hefja einhliða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem yrðu efnahagslegar refsiaðgerðir og fælust í því að inneignir Norður-Kóreu í japönskum bönkum yrðu frystar og flutningur fjármagns milli landanna bannaður. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði þó í gær að Japönum lægi ekkert á að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Fyrst verði beðið eftir frekari viðbrögðum frá Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn stöðvuðu í gær allar heimsóknir Suður-Kóreumanna til ættingja sinna í Norður-Kóreu, í það minnsta tímabundið. Þessar heimsóknir hófust fyrir nokkrum árum þegar samskipti ríkjanna bötnuðu, en þessi ákvörðun þykir greinilegt merki um það hve spennan milli þeirra er mikil núna. Tilkynning um þetta barst í gær, í beinu framhaldi af því að Suður-Kóreumenn neituðu í síðustu viku að ræða mannúðaraðstoð við Norður-Kóreu fyrr en einhver lausn fyndist á deilunni um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna. Erlent Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Spennan milli Norður- og Suður-Kóreu vex með degi hverjum. Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, fordæmdi í gær harðlega tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti og sagði þær geta leitt af sér vopnakapphlaup, sem gagnaðist engum. Jafnframt varaði hann önnur ríki við því að bregðast of harkalega við framferði Norður-Kóreumanna og auka þar með enn á spennuna í þessum heimshluta. Hann nefndi engin ríki á nafn, en hefur áður gagnrýnt Japana fyrir að ætla hugsanlega að bregðast við tilraunum Norður-Kóreu með því að gera fyrirbyggjandi árás á skotstaði tilrauneldflauganna í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Japan héldu því fram í gær að japönsk stjórnvöld ætluðu um miðjan ágúst að hefja einhliða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem yrðu efnahagslegar refsiaðgerðir og fælust í því að inneignir Norður-Kóreu í japönskum bönkum yrðu frystar og flutningur fjármagns milli landanna bannaður. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði þó í gær að Japönum lægi ekkert á að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Fyrst verði beðið eftir frekari viðbrögðum frá Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn stöðvuðu í gær allar heimsóknir Suður-Kóreumanna til ættingja sinna í Norður-Kóreu, í það minnsta tímabundið. Þessar heimsóknir hófust fyrir nokkrum árum þegar samskipti ríkjanna bötnuðu, en þessi ákvörðun þykir greinilegt merki um það hve spennan milli þeirra er mikil núna. Tilkynning um þetta barst í gær, í beinu framhaldi af því að Suður-Kóreumenn neituðu í síðustu viku að ræða mannúðaraðstoð við Norður-Kóreu fyrr en einhver lausn fyndist á deilunni um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna.
Erlent Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira